Ferill 493. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 803  —  493. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um tóbaksvarnir á vinnustöðum.

Frá Magnúsi Árna Magnússyni.



     1.      Hver eru rökin fyrir því að veitinga- og skemmtistaðir landsins, sem eru jafnframt í mörgum tilvikum fjölmennir vinnustaðir, eru undanþegnir reglum um reykingabann skv. 9. gr. laga nr. 74/1984, sbr. lög nr. 101/1996?
     2.      Hvers á fólk sem hefur menntað og ráðið sig til þjónustustarfa og annarra starfa er krefjast viðveru á slíkum stöðum að gjalda í þessum efnum?
     3.      Viðurkennir heilbrigðisráðuneytið rétt starfsfólks veitinga- og skemmtistaða til skaðabóta frá ríkinu vegna þessarar mismununar þegar það fær sjúkdóma sem rekja má til óbeinna reykinga?


Skriflegt svar óskast.






















Prentað upp.