Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 808  —  390. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið fjárframlagi af óskiptum lið 01-190 1.90 Ýmis verkefni að fjárhæð 7,4 millj. kr. í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

    Á fjárlagalið 01-190 1.90 er færður kostnaður vegna ýmissa verkefna sem forsætisráðu­neytið hefur með höndum og eru þau breytileg milli ára. Á árinu 1998 hefur verið gjaldfært á umræddan fjárlagalið reglubundið framlag til Þróunarfélags Reykjavíkur að fjárhæð 1,3 millj. kr., kostnaður við sérfræðistörf og nefndir sem starfa eða hafa starfað á vegum ráðu­neytisins 1,4 millj. kr., laun fyrir ýmis störf á vegum ráðuneytisins 2,7 millj. kr., ýmis kostn­aður vegna þjónustu við fyrrverandi forseta Íslands 0,8 millj. kr. og styrkur í landssöfnunina Rauð fjöður 0,5 millj. kr. auk annarra smávægilegri útgjalda.