Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 809  —  389. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 5 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 01-199 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

    Eftirfarandi verkefni fengu framlag af ráðstöfunarfé ráðherra á árinu 1998:
     1.      Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 200 þús. kr. vegna stuðnings við nautgriparækt á Grænlandi.
     2.      Íþróttasamband lögreglumanna, 150 þús. kr.
     3.      Björgunarsveitin Fiskaklettur, 150 þús. kr. vegna fjallgönguleiðangurs á Ama Dablam.