Ferill 508. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 820  —  508. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tengsl heilbrigðisstétta við rekstrarleyfishafa gagnagrunns á heil­brigðissviði.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Er heilbrigðisráðuneytið undir það búið að útiloka frá aðild að undirbúningi og framkvæmd við gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði alla þá starfandi lækna og aðra innan heilbrigðisstétta sem starfa við heilbrigðisstofnanir eða sjálfstætt og kunna að hafa bein eða óbein hagsmunatengsl við væntanlegan rekstrarleyfishafa gagnagrunnsins, sbr. lög nr. 139/1998?
     2.      Mun ráðuneytið upplýsa almenning um hvaða læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafna að afhenda trúnaðarupplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að sjúklingur viti fyrir fram hvers vænta megi í því efni (undanskilið er að sjúk­lingurinn geti sjálfur óskað skriflega eftir þátttöku í grunninum)?