Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 853  —  530. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um samstarf mennta- og sjúkrastofnana til að bæta úr læknaskorti á landsbyggðinni.

Frá Tómasi Inga Olrich.



    Er ráðherra reiðubúinn til þess að kanna möguleika á samstarfi Háskóla Íslands, Háskól­ans á Akureyri, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og annarra sjúkrahúsa og heilsugæslu­stöðva á landsbyggðinni til að bæta úr vaxandi skorti á heimilislæknum á landsbyggðinni með hliðsjón af þeim hugmyndum, sem fram hafa komið, m.a. hjá landlækni, um að bregðast við vandanum með því að skipuleggja sérstaka þjálfun og námsframboð sem miðað yrði við þarfir heimilislækna sem starfa í dreifbýli?