Ferill 536. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 860  —  536. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um útsendingar útvarps og sjónvarps.

Frá Guðjóni Guðmundssyni.



     1.      Hver yrði stofnkostnaður og árlegur rekstrarkostnaður við að senda dagskrár útvarps og sjónvarps um gervitungl til fiskimiðanna umhverfis Ísland og þeirra staða á landinu sem nú búa við óviðunandi móttökuskilyrði?
     2.      Þarf sérstakan móttökubúnað til að ná slíkum sendingum? Ef svo er, hvað mundi hann kosta?
     3.      Er mögulegt að nota möstrin á Gufuskálum og Eiðum fyrir sjónvarpssendingar til fiskimiðanna? Ef svo er, hve langt næðu slíkar sendingar og hver yrði stofnkostnaður og ár­legur rekstrarkostnaður?