Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 863  —  539. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um landgrunnsrannsóknir.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hve miklu fé verður varið á þessu ári til rannsókna á olíu og gasi í setlögum fyrir Norðurlandi?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra vinna úr þeim tillögum sem starfshópur er skipaður var af iðnaðarráðuneyti 29. september 1997 lagði til í skýrslu sinni við starfslok 15. júní 1998?
     3.      Hefur ráðherra skipað samráðsnefnd með fulltrúum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, utanríkisráðuneytis og Orkustofnunar til að vaka yfir íslenskum hagsmunum á sviði olíu- og landgrunnsmála og samhæfa viðbrögð við fyrirspurnum erlendra aðila?