Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 893  —  554. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um viðbrögð Landsbanka og Búnaðarbanka við úrskurði kærunefndar jafnréttismála frá 30. desember 1998.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvað hafa stjórnendur Landsbanka og Búnaðarbanka gert til að framfylgja úrskurði kærunefndar jafnréttismála frá 30. desember sl. þess efnis að sá afgerandi munur sem væri á bifreiðastyrkjum til kynjanna innan bankanna bryti í bága við jafnréttislög og þeim tilmælum að viðunandi lausn yrði fundin á málinu?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að þessi launamismunur verði leiðréttur, sbr. 5. og 6. gr. jafnréttislaga?
     3.      Telur ráðherra í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu að þörf sé á að mótaðar verði reglur í bönkum og öðrum innlánsstofnunum sem tryggi að ákvarðanir um bílastyrki og önnur hlunnindi byggist á hlutlausum og gegnsæjum viðmiðunum og komi þannig í veg fyrir að starfsmönnum sé mismunað eftir kynferði?