Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 909  —  562. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á vopnalögum, nr. 16 25. mars 1998.

Frá allsherjarnefnd.



1. gr.

    Við 7. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama gildir ef slík vopn eru sérhönnuð og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar skv. 17. gr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Á síðasta þingi voru samþykkt vopnalög, heildarlög um öll tæki sem telja má til vopna. Í ljós hefur komið að í umræddum lögum er girt fyrir að tilteknar tegundir íþróttaskotvopna verði fluttar til landsins, en slíkt var ekki ætlun löggjafans er lögin voru samþykkt. Er frum­varpinu ætlað að bæta úr þessu ástandi.