Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 927  —  567. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um aðild að alþjóðastofnunum og alþjóðasamningum frá síðustu árum.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hvað á Ísland aðild að mörgum alþjóðlegum og fjölþjóðlegum stofnunum og samtökum? Hve margar stofnanir og samtök hafa bæst við eftir að utanríkisráðherra svaraði fyrir­spurn um sama efni á 118. löggjafarþingi (þskj. 807), hverjar eru þær stofnanir eða sam­tök og hvenær varð Ísland aðili að þeim?
     2.      Hvað á Ísland aðild að mörgum fjölþjóðlegum samningum og tvíhliða samningum? Hve margir slíkir samningar hafa bæst við síðan á 118. löggjafarþingi, hverjir eru þeir og hvenær varð Ísland aðili að hverjum samningi fyrir sig?
     3.      Hve margir slíkir samningar hafa verið staðfestir, hve margir undirritaðir og hve margir undirritaðir en ekki staðfestir síðan á 118. löggjafarþingi?


Skriflegt svar óskast.