Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1017  —  596. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um þróun kaupmáttar.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvernig hefur kaupmáttur, þ.e. hækkun umfram neysluverðsvísitölu, eftirfarandi þátta þróast hvert síðustu þriggja kjörtímabila:
       a.      bóta almannatrygginga (grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar),
       b.      lífeyris frá lífeyrissjóðum,
       c.      húsaleigubóta,
       d.      atvinnuleysisbóta,
       e.      launa á almennum markaði,
       f.      launa opinberra starfsmanna,
       g.      lágmarkslauna?
     2.      Hefur orðið umtalsverð fjölgun eða fækkun í hópi þeirra sem fá bætur, laun eða lífeyri, sbr. a–g-lið 1. tölul.?
     3.      Hafa nýjar tegundir bóta bæst við eða eldri fallið brott á tímabilinu, sbr. 1. tölul?
     4.      Hvaða hópar njóta húsaleigubóta og í hvaða hlutföllum?


Skriflegt svar óskast.