Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1049  —  377. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um úttekt á nýtingu lítilla orkuvera.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Orkustofnun og Náttúruvernd ríkisins.
    Í tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að láta gera úttekt á nýtingu og þróun­armöguleikum lítilla orkuvera þar sem kannað verði hvort hagkvæm uppbygging lítilla sjálfstæðra orkuvera gæti samanlagt jafnast á við stóra virkjun. Verði niðurstaða úttekt­arinnar lögð fyrir Alþingi.
    Nefndin telur að hér sé um áhugaverða tillögu að ræða og leggur til henni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Sigríður A. Þórðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu máls­ins.

Alþingi, 5. mars 1999.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Magnús Árni Magnússon.



Hjörleifur Guttormsson.


Pétur H. Blöndal.


Guðjón Guðmundsson.



Katrín Fjeldsted.