Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1082  —  160. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem borist hafa um það á þessu þingi og því síðasta frá landbúnaðarráðuneyti, Landssamtökum sláturleyfishafa, Fram­leiðsluráði landbúnaðarins, markaðsráði kindakjöts, Bændasamtökum Íslands og Íslenskum sjávarafurðum hf.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að leita samstarfs við samtök og fyrirtæki í atvinnulífinu um gerð markaðsáætlunar um sölu á íslensku dilkakjöti erlendis.

    Egill Jónsson og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. mars 1999.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Hjálmar Jónsson.


Magnús Stefánsson.



Guðjón Guðmundsson.


Katrín Fjeldsted.


Ágúst Einarsson.



Sigríður Jóhannesdóttir.