Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1113  —  153. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um umönnunargreiðslur.

    Hver eru áhrif breytinga sem gerðar voru í maí 1997 á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð?
     a.      Hversu margir aðstandendur fatlaðra eða langveikra barna fá nú umönnunargreiðslur, hver er heildarfjöldi innan hvers greiðsluflokks og um hvaða upphæðir er að ræða í hverju tilviki?
     b.      Hversu margir fengu sambærilegar umönnunargreiðslur fyrir breytinguna, um hvaða hópa er þar að ræða og hver er fjöldinn innan hvers greiðsluflokks?
    Í ársbyrjun 1997 fengu um 1.917 foreldrar umönnunarstyrki eða bætur með 2.027 börnum og voru 996 af þessum börnum með þágildandi umönnunarkort sem lækkaði lækniskostnað. Í ársbyrjun 1999 fengu um 1.745 foreldrar umönnunargreiðslur/styrki/bætur með 1.931 börnum og 918 börn til viðbótar voru með umönnunarkort eingöngu, sem lækkar læknis- og lyfjakostnað. Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu milli fötlunar- og sjúkdómaflokka og hvaða mánaðargreiðslur runnu til foreldra miðað við 1. janúar 1997 og 1. janúar 1999. Þar kemur fram að í ársbyrjun 1997 voru 68 börn metin í 1. flokk, 154 metin í 2. flokk og 366 í 3. flokk, alls 588 börn. Tveimur árum síðar voru 97 börn metin í 1. flokk, 260 metin í 2. flokk og 543 í 3. flokk eða alls 900 börn. Í 4. og 5. flokki voru 1.439 börn árið 1997 samanborið við 1.949 börn árið 1999.
    Þegar þessar breytingar eru skoðaðar er mikilvægt að hafa í huga að megintilgangur laga- og reglugerðarbreytingar var að reyna að koma betur til móts við foreldra barna með alvarlega fötlun og sjúkdóma og má segja að þau börn flokkist nær öll í 1., 2. og 3. flokk samkvæmt nýju reglugerðinni en gátu verið í öllum flokkunum fimm fyrir reglugerðar­breytingu.

Tafla 1. Samanburður á umönnunargreiðslum 1. janúar 1997 og 1. janúar 1999.

1. flokkur: Fjölfötluð börn eða börn með lífshættulega sjúkdóma.
1997: fjöldi mat mánaðargreiðslur 1999: fjöldi mat     mánaðargreiðslur
1997 1999     1999
2 44 klst. 12.876 14.846 11 0%     0
15 87,5 klst. 25.608 29.526 6 50%     33.039
12 131 klst. 38.340 44.206
10 153 klst. 44.778 51.629
27 175 klst. 51.216 59.052 74 100%     66.078
2 200 klst. 58.532 68.023 7 125%     82.328
68 97
2. flokkur: Börn með alvarlega fötlun eða sjúkdóma.
1997: fjöldi mat mánaðargreiðslur 1999: fjöldi mat     mánaðargreiðslur
1997 1999     1999
6 40 klst. 10.280 11.396 4 0%     0
20 44 klst. 12.876 14.846 9 25%     16.520
67 87,5 klst. 25.608 20.526 1 35%*     23.127
31 131 klst. 38.340 44.206 99 43%     28.414
29 153 klst. 44.778 51.629 128 85%     56.166
1 0 klst.* 16 87,5 klst.     29.526
3 131 klst.     44.206
154 260
* skráningarvilla varðandi flokk, klst. eða %.
3. flokkur: Börn með verulega fötlun eða alvarlega sjúkdóma.
1997: fjöldi mat mánaðargreiðslur 1999: fjöldi mat     mánaðargreiðslur
1997 1999     1999
21 30 klst. 7.710 8.547 1 0%     0
204 44 klst. 12.876 14.846 230 25%     16.520
98 87,5 klst. 25.608 29.526 175 35%     23.127
43 131 klst. 38.340 44.206 99 70%     46.255
1 30 klst.     8.547
19 44 klst.     14.846
17 87,5 klst.     29.526
1 131 klst.     44.206
366 543
4. flokkur: Börn með alvarleg þroska-/hegðunarvandamál og börn sem þurfa aðstoð vegna hjálpar­tækja.
1997: fjöldi mat mánaðargreiðslur 1999: fjöldi mat     mánaðargreiðslur
1997 1999     1999
5 0 klst.* 2 0%     0
1 12 klst.* 3.084 3.419 693 25%     16.520
661 20 klst. 5.140 5.698 186 20 klst.     5.698
1 30 klst.* 7.710 8.547
201 44 klst. 12.876 14.846 17 44 klst.     14.846
63 87,5 klst. 25.608 20.526 7 87,5 klst.     29.526
932 906
5. flokkur: Börn með vægari þroska- og hegðunarvandamál og börn sem þurfa lyf/meðferð heima.
1997: fjöldi mat mánaðargreiðslur 1999: fjöldi mat     mánaðargreiðslur
1997 1999     1999
1 0 klst.* 958 0%     0
331 12 klst. 3.084 3.419 108 12 klst.     3.419
2 20 klst.* 5.140 5.698 1 20 klst.*     5.698
1 30 klst.* 7.710 8.547
172 44 klst. 12.876 14.846 16 44 klst.     14.846
507 1.043
* skráningarvilla varðandi flokk, klst. eða %


     c.      Hversu margir fá hærri greiðslur eftir breytinguna, um hvaða hópa er þar að ræða, hver er fjöldinn innan hvers greiðsluflokks og hver er hækkunin í hverju tilviki?
     d.      Hversu margir fá nú lægri umönnunargreiðslur en fyrir breytinguna, um hvaða hópa er að ræða, hver er fjöldinn innan hvers greiðsluflokks og hver er lækkunin á greiðsl­um í hverju tilviki?
     e.      Hversu margir þeirra sem áður fengu umönnunargreiðslur fá nú eingöngu umönnunarskírteini sem aðeins veita rétt til lyfja og læknishjálpar? Um hvaða hópa fatlaðra eða langveikra barna er þar að ræða, skipt eftir greiningu?
    Erfiðlega gekk að fá fram þessar upplýsingar frá Skýrr, en bornir voru saman tölvulistar yfir börn, sem voru í umönnunarkerfinu í ársbyrjun 1997 og 1999.
    Í ársbyrjun 1997 voru 31 umönnunarbörn með æxli, þar af fengu 11 háar greiðslur sem miðast við 131–175 klst., 6 miðað við 87,5 klst. og 14 miðað við 12–44 klst. Þetta endurspeglar bæði meðferðartíma og eftirlitstíma eftir meðferð. Tveimur árum síðar fengu 20 börn hæstu greiðslur 85–100%, 5 fengu 25% og 11 voru einungis með umönnunarkort.
     Börn með ónæmisvanda eða alvarlegar sýkingar voru 4 í ársbyrjun 1997, þar af fékk 1 háar greiðslur (153 klst.) en 3 lágar (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 15, þar af fengu 2 háar greiðslur (70–100%), 1 fékk 43%, 3 fengu 25% og 10 börn voru með umönnunarkort eingöngu.
     Börn með blóðsjúkdóma voru 9 í ársbyrjun 1997, þar af fékk 1 háar greiðslur (153 klst.), 2 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 6 lágar greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 7, þar af fékk 1 100% greiðslur, 2 fengu 35%, 2 fengu 25%, 1 fékk 44 klst. og 1 var með umönnunarkort.
     Börn með sykursýki voru 52 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 2 háar greiðslur (131 klst.), 3 miðgreiðslur (87,5 klst.) en 47 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin enn 52, þar af fengu 40 25% greiðslur, 1 fékk 35% greiðslur og 11 voru enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
     Börn með innkirtlavanda og efnaskiptasjúkdóma voru 26 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 11 háar greiðslur (131–175 klst.), 7 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 8 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru þau 21, þar af fékk 1 100% greiðslur, 8 fengu 35–43%, og hin fengu lægri greiðslur.
     Börn með einhverfu eða Asperger heilkenni voru 61 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 11 háar greiðslur (131–153 klst.), 34 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 16 lægri (30–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin alls 98, þar af fengu 35 háar greiðslur (70–100% eða 131 klst.), 52 miðgreiðslur (35–43% eða 87,5 klst.), 8 lægri greiðslur (25% eða 44 klst.) og 3 voru með umönnunarkort en enga greiðslu vegna vistunar.
     Börn með ýmsa geðkvilla voru 21 í ársbyrjun 1997 og fengu öll lágar greiðslur á bilinu 12–44 klst. Í ársbyrjun 1999 voru þau 31, þar af fékk 1 70% greiðslur, 4 fengu 35–43%, 24 fengu 25% greiðslur, 5 eru með umönnunarkort og 5 eru enn metin samkvæmt gamla kerfinu (20–44 klst.).
     Vægt þroskaheft börn voru 98 í ársbyrjun 1997, þar af fékk 1 barn háar greiðslur (131 klst.), 14 fengu miðgreiðslur (87,5 klst.) en 73 fengu lágar (20–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin alls 134, þar af fá 16 háar greiðslur 70–85%, 58 miðgreiðslur, (35–43%), 55 lágar greiðslur (25%), 4 eru enn metin samkvæmt gamla kerfinu og 1 barn er með kort en enga greiðslu vegna vistunar.
     Miðlungs þroskaheft börn voru 26 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 2 háar greiðslur (131 klst.), 6 miðgreiðslur (87,5 klst.), og 18 lágar (30–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 37, þar af fengu 12 háar greiðslur (70–100%), 15 miðgreiðslur (35–43%), 6 lágar (25%) og 4 voru enn metin samkvæmt gamla kerfinu (87,5 klst.).
     Alvarlega þroskaheft börn voru 19 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 11 háar greiðslur (131–153 klst.) og 8 miðgreislur (87,5). Þau voru 36 í ársbyrjun 1999, þar af fengu 25 háar greiðslur (85–100% eða 131 klst.), 6 miðgreiðslur (43–50%) og 5 voru með umönnunarkort en enga greiðslu vegna vistunar.
     Börn með óskilgreinda þroskahömlun voru 37 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 4 háar greiðslur (131–175 klst.), 8 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 25 lægri greiðslur (20–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 13, þar af fengu 9 hæstu greiðslur (70–100%), 2 miðgreiðslur (35–50%), 1 lágar (25%) og 1 var með kort en án greiðslu vegna vistunar.
     Börn með ýmsa heilasjúkdóma, meðfædda eða seinna tilkomna voru 115 í ársbyrjun 1997. Af þeim fékk 31 hæstu greiðslur 131–175 klst., 24 fengu miðgreiðslur (87,5 klst.) og 60 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 117, þar af fengu 60 háar greiðslur (70–125%, eða 131 klst.), 21 miðgreiðslur 35–43%, 27 lágar (25%) og 2 voru með umönnunarkort eingöngu. Einnig voru 7 enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
     Flogaveik börn voru 32 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 6 háar greiðslur (131–200 klst.), 4 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 22 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 31, þar af fengu 2 háar greiðslur (70%), 3 miðgreiðslur (35–43%), 10 lágar (25%), 9 voru með umönnunarkort eingöngu og 7 voru enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
     Börn með tauga- og vöðvasjúkdóma voru 19 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 5 háar greiðslur (131–175 klst.), 3 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 11 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 16, þar af fengu 8 háar greiðslur (70–125%), 2 miðgreiðslur (35%), 5 lágar greiðslur (25%) og 1 var með umönnunarkort eingöngu vegna vistunar.
     Blind börn og sjónskert og börn með alvarlega augnsjúkdóma voru 21 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 4 háar greiðslur (131 klst.), 9 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 8 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 31, þar af fengu 9 háar greiðslur (70–100%), 14 miðgreiðslur (35–50%), 6 lágar greiðslur (25%) og 2 voru enn metin samkvæmt gamla kerfinu (87,5 klst.).
     Heyrnarskert og heyrnarlaus börn og börn með ýmis eyrnavandamál voru 54 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 11 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 43 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 58, þar af fengu 4 háar greiðslur (85%), 19 miðgreiðslur, 26 lægri greiðslur (25%), 1 var með umönnunarkort eingöngu og 7 metin samkvæmt gamla kerfinu.
     Börn með klofinn hrygg og/eða vatnshöfuð voru 19 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 6 háar greiðslur (131–175 klst.), 4 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 9 lægri greiðslur (20–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 20, þar af fengu 13 háar greiðslur (70–100%), 5 miðgreiðslur (35–43%), 1 lægir greiðslur (25%) og 1 var metið samkvæmt gamla kerfinu (87,5 klst.).
     Börn með hjartasjúkdóma og meðfædda hjartagalla voru 31 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 4 hæstu greiðslur (131–175 klst.), 12 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 15 lægri greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 65, þar af fengu 11 háar greiðslur 70–125%, 2 miðgreiðslur (35%), 11 lágar greiðslur (25%) og 34 voru með umönnunarkort eingöngu. Einnig voru 7 börn metin samkvæmt gamla kerfinu (12–87,5 klst.).
     Börn með skarð í vör og/eða góm voru 14 í ársbyrjun 1997. Þau fengu öll lágar greiðslur (12–44 klst.) nema 1 sem fékk miðgreiðslur (87,5 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 14, þar af fengu 6 25% greiðslur og 4 voru einungis með umönnunarkort. 4 voru enn metin samkvæmt gamla kerfinu (12–44 klst.).
     Börn með sjúkdóma í þvag- og kynfærum voru 10 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 2 hæstu greiðslur (131–153 klst.), 2 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 6 lágar greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 10, þar af fengu 2 miðgreiðslur (43%), 5 25% greiðslur og 2 voru með umönnunarkort eingöngu. Þá var 1 barn enn metið samkvæmt gamla kerfinu (44 klst.).
    Með astma, excem og ofnæmissjúkdóma voru 392 börn í ársbyrjun 1997, þar af fékk 1 barn miðgreiðslur (87,5 klst.), öll hin fengu lágar greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 620 og voru langflest einungis með umönnunarkort nema um flókna sjúkdóma væri að ræða, þá voru metnar 25% umönnunargreiðslur (t.d. blettaskalli, hreisturhúð o.fl.).
    Með meltingarfærasjúkdóma voru 13 börn í ársbyrjun 1997, þar af fengu 2 börn háar greiðslur (131–200 klst.), 1 barn fékk miðgreiðslur (87,5) og 9 fengu lágar greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 15, þar af fengu 2 70% greiðslur, 2 fengu 35–43% greiðslur, 7 fengu 25% greiðslur og 2 voru einungis með umönnunarkort. 2 voru enn metin samkvæmt gamla kerfinu (12–44 klst.).
     Börn með nýrnasjúkdóma voru 11 í ársbyrjun 1997, þar af fékk 1 háar greiðslur (153 klst.), 4 fengu miðgreiðslur (87,5 klst.) og 6 fengu lágar greiðslur (12–44 klst.). Tveimur árum síðar voru börnin 14, þar af fengu 3 miðgreiðslur (35%), 4 fengu 25% greiðslur og 8 voru með umönnunarkort eingöngu.
    Með liðagigt voru 14 börn í ársbyrjun 1997, þar af fengu 2 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 12 lágar greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 14, þar af fengu 6 25% greiðslur, 5 voru með umönnunarkort og 3 metin samkvæmt gamla kerfinu (12 klst.).
     Börn með bæklunarsjúkdóma voru alls 69 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 9 háar greiðslur (131–175 klst.), 13 miðgreiðslur (87,5) og 47 lágar greiðslur. Í ársbyrjun 1999 voru 62 börn með bæklunarsjúkdóma, þar af fengu 11 háar greiðslur (70–100%), 12 fengu 35% greiðslur, 17 fengu 25% greiðslur og 19 börn voru einungis með umönnunarkort. Einnig voru 3 enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
     Börn með litningagalla voru 61 í ársbyrjun 1997, þar af fengu 11 háar greiðslur (131– 153 klst.), 23 fengu miðgreiðslur (87,5 klst.) og 27 lágar greiðslur (12–44 klst.). Í ársbyrjun 1999 voru börnin 64, þar af fengu 32 hæstu greiðslur (70–100%), 15 miðgreiðslur (43%), 6 fengu 25% greiðslur og 3 voru einungis með umönnunarkort. Einnig eru 8 enn metin sam­kvæmt gamla kerfinu (44, 87,5, 131 klst.).
     Fyrirburar voru 3 í ársbyrjun 1997, 1 fékk miðgreiðslur (87,5 klst.) og 2 fengu 44 klst. Í ársbyrjun 1999 voru þeir 8, þar af fengu 2 70% greiðslur, 1 fékk 35% greiðslur og 5 börn voru með umönnunarkort.
     Börn með axlarklemmuskaða voru 16 í ársbyrjun 1997 og fengu öll lágar greiðslur (12– 44 klst.). Þau voru 16 í ársbyrjun 1999, þar af fengu 2 25% greiðslur en hin voru með um­önnunarkort.
     Börn sem lentu í alvarlegum slysum voru 13 í ársbyrjun 1997, þar af fenru 3 miðgreiðslur (87,5 klst.), hin lágar greiðslur. Í ársbyrjun 1999 voru slysabörn 11, þar af fengu 5 háar greiðslur (70–125%), 4 fengu 35% greiðslur og 2 voru með umönnunarkort.
    Þá eru ótalin öll þau hundruð barna, sem eru misþroska, seinþroska, tornæm og/eða ofvirk en í ársbyrjun 1997 fengu langflest þeirra lágar greiðslur (20 klst.), en sum fengu 44 klst. og örfá 87,5 klst. Nú fá þau nær eingöngu annaðhvort 25% greiðslur eða engar greiðsl­ur.
    Upptalning þessi er ekki tæmandi heldur er hér einungis stiklað á stóru. Mun meiri tíma þarf til frekari úrvinnslu.

     f.      Hefur staða allra þessara barna sem um ræðir verið metin sérstaklega af fagaðilum eftir gildistöku laganna eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu? Ef ekki, hvaða forsendur voru þá fyrir breytingum í þeim tilvikum sem um ræðir?
    Hér er væntanlega átt við það að í greinargerð samráðsnefndar TR, Þroskahjálpar og Umhyggju var lögð áhersla á að ítarlegri kröfur yrðu nú gerðar til þroskamælinga vegna þroskafrávika barna sem og til vandaðra hegðunarathugana vegna hegðunarfrávika barna. Að fenginni slíkri athugun mætti meta foreldrum 25% umönnunargreiðslur ef börnin væru með alvarlega þroskaröskun sem jafna mætti við fötlun eða alvarlega hegðunarröskun sem jafna mætti við geðræna sjúkdóma. En varðandi fötluð börn hefur þessi háttur jafnan verið á bæði nú og á tímum eldri reglugerðar.
    Óhætt er að svara spurningunni játandi. Meiri kröfur eru nú gerðar til þroskamælinga og hegðunarathugnana en áður þegar metin er alvarleg þroska- og hegðunarröskun barna. Helstu fagaðilar sem sinna þessu hlutverki eru sérmenntaðir barnalæknar og barnageð­læknar, sálfræðingar, talmeinafræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Einnig er leitað eftir mati leikskólakennara og kennara ef við á.
    Í desember 1997 setti tryggingaráð svokallaðar vinnureglur TR reglugerðinni til frekari stuðnings. Vinnureglur þessar kveða nánar á um þau viðmið sem fara ber eftir við gerð um­önnunarmats og voru þær samdar í samráði við ýmsa sérfræðinga, foreldrafélög og hags­munasamtök.
    Síðastliðið haust var aftur leitað til sömu aðila varðandi ábendingar um það sem betur mætti fara í vinnureglum TR og hafa borist fjölmargar ábendingar sem reynt verður að fella að reglunum. Þeirri endurskoðun ætti að ljúka fyrir vorið.

     g.      Hver voru heildarútgjöld ríkisins vegna umönnunargreiðslna til foreldra fatlaðra og langveikra barna á árunum 1996 og 1997 á verðlagi þessa árs og hver eru áætluð út­gjöld árið 1998?
    Þessu svarar hagdeild Tryggingastofnunar ríkisins á þann veg að á núgildandi verðlagi hafi umönnunargreiðslur verið rúmar 374 millj. kr. fyrir árið 1996, rúmar 400 millj. kr. fyrir árið 1997 og 540 millj. kr. fyrir árið 1998. Uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs eru þessar tölur 387 millj. kr. 1996 og 407 millj. kr. 1997. Kostnaður vegna ársins 1998 varð umtalsvert hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og eru á því nokkrar augljósar skýringar.
    Samstarfsnefnd TR, Þroskahjálpar og Umhyggju lagði til 2–3 reiknimódel þegar reiknað var út hversu mikinn kostnað breyting á lögum og reglugerð mundi hafa í för með sér. Eitt þeirra var svona:
1. fl.:    Öll börn fengju hæstu geiðslur (þá 175 klst.).
2. fl.:     1/ 2 fengju hæstu greiðslur (153 klst.), 1/ 4 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 1/ 4 lægstu greiðslur (44 klst.).
3. fl.:     1/ 4 fengju hæstu greiðslur (131 klst.), 1/ 4 miðgreiðslur (87,5 klst.) og 1/ 4 fengju lægstu greiðslur (44 klst.).
4. fl.:     1/ 3 fengju greiðslur (44 klst.), 2/ 3 fengju engar greiðslur.
5. fl.:    Engar greiðslur.
    Því miður láðist að gera ráð fyrir kostnaði vegna afturvirkra greiðslna, en samkvæmt almannatryggingalögum er heimilt að meta bætur allt að tvö ár aftur í tímann og er um umtals­verða upphæð að ræða á hverju ári.


Raunveruleg skipting 1. janúar 1999 er á þennan veg:
1. fl.:    Af 97 börnum fá 80 eða um 80% hæstu greiðslur (100/125%), 6 fá 50% greiðslur vegna mikillar vistunar utan heimilis, 11 eru vistuð að fullu á vistheimilum fyrir fötluð börn og fá ekki greiðslur.
2. fl.:    Af 260 börnum fá 128 eða um 50% hæstu greiðslur (85%), 99 eða tæp 40% fá miðgreiðslur (43%), 10 eða 4% fá lægstu greiðslur (25/35%), 4 börn eru vistuð að fullu og fá ekki greiðslur og 19 eru enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
3. fl.:    Af 543 börnum fá 99 eða 18% hæstu greiðslur (70%), 175 eða 32% fá miðgreiðslur (35%), 230 eða 42% fá lægstu greiðslur (25%), 1 barn fær ekki greiðslu vegna vistunar og 38 börn eru enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
4. fl.:    Af 906 börnum fá 693 eða 77% 25% greiðslur samkvæmt nýja kerfinu, 3 börn fá ekki greiðslur vegna vistunar og 210 börn eru enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
5. fl.:    Af 1.043 börnum eru 918 eða 88% metin samkvæmt nýja kerfinu og fá ekki greiðslur,125 börn eru enn metin samkvæmt gamla kerfinu.
    Frá reiknimódelinu skeikar mest hvað varðar fjölda barna með greiðslur í 4. flokki. Einnig eru fleiri börn í 2. flokki með miðgreiðslur, en á móti eru færri börn í 3. flokki með hæstu greiðslur. Þessu til viðbótar verður að gera ráð fyrir kostnaðaraukningu vegna afturvirkra greiðslna. Þyngst vegur þó að fjöldi barna í þremur efstu flokkunum hefur nær tvöfaldast, var 588 en er nú 900. Það verður þó fyrst og fremst að teljast vísbending um að aðaltilgangi breytingarinnar hafi verið náð, þ.e. að veita meiri aðstoð til foreldra þeirra barna sem glíma við alvarlega sjúkdóma og fötlun. Í ársbyrjun 1997 fengu 1.917 foreldrar umönnunarbætur eða styrki með 2.027 börnum. Nú tveimur árum síðar fá 1.745 foreldrar umönnunargreiðslur og kort vegna 1.931 barns og til viðbótar eru 918 börn með umönnunarkort eingöngu. Alls eru því umönnunarbörnin 2.849.
    Nýja reglugerðin tók gildi 1. september 1997. Þegar var hafist handa við að gera breyt­ingar á umönnunarmati. Þetta var umfangsmikið verk og var einungis hluta vinnunnar lokið í árslok 1997. Niðurstöðutölur fyrir það ár, 400 millj. kr., endurspegla því ekki nema hluta þess kostnaðar, sem breytingin leiddi af sér. Í árslok 1998 má segja að í langflestum tilvikum hafi mati verið breytt samkvæmt nýju reglugerðinni, af 2.849 börnum eru einungis 392 barn með mat samkvæmt gamla kerfinu. Þegar að endurmati kemur má búast við því að allstór hluti þessara barna fái mat í 5. flokk og umönnunarkort, sem lækkar læknis- og lyfjakostnað, en engar umönnunargreiðslur. Heildarkostnaður vegna umönnunargreiðslna fyrir árið 1998 varð 540 millj. kr.