Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 20:42:57 (7248)

2000-05-09 20:42:57# 125. lþ. 110.38 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[20:42]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um till. til þál. um setningu siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði.

Nefndin sendi þetta mál til umsagnar og ræddi það á fundi og hefur ákveðið að gera tillögu um að þessi tillaga verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

,,Alþingi ályktar að fela viðskiptaráðherra að kanna hvort stofnanir og fyrirtæki á fjármálamarkaði hafi sett sér siðareglur í samræmi við tilmæli framkvæmdastjórnar ESB frá 25. júlí 1977 um siðareglur Evrópubandalaganna um viðskipti með framseljanleg verðbréf, 77/534/EBE, og almennt viðurkenndar meginreglur FIBV, Alþjóðasambands kauphalla, um viðskiptahætti í verðbréfaviðskiptum frá 1992. Ráðherra skili Alþingi skýrslu um niðurstöðu könnunarinnar í upphafi haustþings.``

Undir þetta rita allir hv. nefndarmenn.