Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 15:18:09 (1886)

1999-11-18 15:18:09# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[15:18]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vísa bara til þess að ég tel mikilvægt að þetta mál verði sérstaklega skoðað. Ég veit að Landsvirkjun getur fært rök fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að minnast hér á bókfærða eign miðað við Búrfellsvirkjun og Sigölduvirkjun sem eru á allt öðru virkjanasvæði, að tala um það í samhengi við Fljótsdalsvirkjun. Það er bara allt annar staður. (KolH: Eignin er vegna Fljótsdalsvirkjunar og fleiri virkjana.) Það er nákvæmlega skilgreint í þáltill. hvernig þessi kostnaður er, annars vegar 3 milljarðar og 80 millj. kr. og síðan uppreiknað með vöxtum upp í 3,2 milljarða kr.

Svar mitt við spurningu hv. þm.: Hvernig kemur mitt dæmi út? Það kemur þannig út að þær kröfur eru gerðar til stjórnenda Landsvirkjunar, bæði af eigendum, Reykjavíkurborg, ríkinu og Akureyri að 5,5% arður sé að lágmarki af eigin fé fyrirtækisins og enginn samningur verði gerður undir því til þess að hægt sé að lækka orkuverð til landsmanna um 2--3% að raunvirði á fyrsta áratug næstu aldar. Ef okkur tekst að gera þessa samninga þá getum við haldið áfram að láta þennan samning skila enn þá lægra orkuverði til allra landsmanna. (Gripið fram í.) Ef þetta gengur eftir mun orkuverð lækka um 20--30% á fyrsta áratug næstu aldar.