Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 15  —  15. mál.




Frumvarp til laga



um afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga.

Flm.: Gísli S. Einarsson.



1. gr.

    Frá og með 1. janúar 2000 er öll verðtrygging fjárskuldbindinga með vísitölum óheimil, óháð stofnunartíma kröfunnar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarpið gerir ráð fyrir því að frá og með 1. janúar 2000 verði óheimilt að verðtryggja fjárskuldbindingar, hverju nafni sem nefnast, t.d. innlán og útlán í bankakerfinu og viðskiptabréf hvers konar. Frumvarpið tekur jafnt til samninga sem gerðir eru eftir 1. júlí 1999 og samninga sem gerðir hafa verið fyrir þann tíma. Verði frumvarpið að lögum munu verðtryggingarákvæði fjárskuldbindinga falla úr gildi. Af þeim sökum verða samningsaðilar að endurskoða slík ákvæði sem í gildi eru við gildistöku laganna.