Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 71  —  71. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Ögmundsdóttur, Jóhann Ársælsson,


Ásta R. Jóhannesdóttir, Össur Skarphéðinsson.


1. gr.

    65. gr. laganna orðast svo:
    Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr., skulu breytast ársfjórðungslega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launavísitölu. Þó skulu framangreindar bætur, greiðslur og fjárhæðir hækka í samræmi við verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs ef slík viðmiðun leiðir til hærri bóta.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er lögð til breyting á því ákvæði almannatryggingalaga sem kveður á um hækkun bóta, greiðslna og fjárhæða samkvæmt lögunum. Með lögum nr. 130/1997, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998, var núgildandi regla sett. Þar er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr. almannatryggingalaganna, séu endurskoðaðar árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni og breytt í samræmi við þróun launa, en hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
    Í ljós hefur komið að á síðustu árum hefur launavísitala hækkað mun meira en vísitala neysluverðs. Því hefði viðmiðun við fyrrnefnda vísitölu leitt til mun meiri og sanngjarnari hækkana en viðmiðun við vísitölu neysluverðs hefur gert, sjá fylgiskjal með yfirliti frá Hagstofu Íslands um breytingar á vísitölu neysluverðs 1996–99 og launavísitölu 1997–99. Þar kemur fram að meðaltalshækkun vísitölu neysluverðs árið 1998 var 1,7% en meðaltalshækkun launavísitölu á sama tíma var 9,4%.
    Stjórnvöld hafa valið þá leið að fylgja vísitölu neysluverðs í stað þess að fylgja þróun launa við fyrrgreindar breytingar. Hér er lagt til að launavísitölu verði fylgt og að framangreindar breytingar komi til framkvæmda ársfjórðungslega í stað þess að slíkt gerist árlega enda vísitölur reiknaðar út mánaðarlega. Bið eftir hækkunum og uppfærslu í allt að tólf mánuði er talin óeðlilega löng og óréttlát. Landssamband eldri borgara hefur lagt áherslu á að þessu verði breytt, sbr. ályktun um kjaramál frá landsfundi sambandsins 20.–21. maí sl. Í ályktuninni er lýst nauðsyn þess að hækka grunnlífeyri almannatrygginga án skerðingar tekjutryggingar og að í kjölfarið verði breytingar á upphæð grunnlífeyris almannatrygginga og annarra bótaflokka látnar fylgja breytingum á launavísitölu Hagstofunnar og verðlagi sem komi til framkvæmda eigi sjaldnar en ársfjórðungslega.
    Ef sú staða kæmi síðan upp að vísitala neysluverðs reyndist hagstæðari viðmiðun er lagt til að við hana verði miðað í stað launavísitölunnar og er fyrirvara í 3. málsl. 1. gr. frumvarpsins ætlað að tryggja það. Ástæða þess að það er lagt fram nú er að flutningsmenn telja nauðsynlegt að kjör þess hóps sem nýtur réttar samkvæmt almannatryggingalögum verði leiðrétt og bætt.

Launavísitala 1997–99.
Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Des. 1988 = 100 Vísitala launamánaðar Breyting frá fyrra mánuði, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
1997
Janúar 148,8 0,1 1,6 1,2 1,4
Febrúar 148,9 0,1 1,9 1,4 1,4
Mars 149,5 0,4 2,2 2,0 1,4
Apríl 154,1 3,1 15,0 8,1 4,5
Maí 156,7 1,7 22,7 11,8 6,0
Júní 157,1 0,3 21,9 11,6 6,2
Júlí 157,9 0,5 10,2 12,6 6,8
Ágúst 158,0 0,1 3,4 12,6 6,8
September 158,5 0,3 3,6 12,4 7,1
Október 159,3 0,5 3,6 6,9 7,5
Nóvember 159,8 0,3 4,6 4,0 7,8
Desember 160,7 0,6 5,7 4,6 8,1
Meðaltal 155,8 5,4
1998
Janúar 167,9 4,5 23,4 13,1 12,8
Febrúar 168,4 0,3 23,3 13,6 13,1
Mars 168,7 0,2 21,4 13,3 12,8
Apríl 169,2 0,3 3,1 12,8 9,8
Maí 169,4 0,1 2,4 12,4 8,1
Júní 169,9 0,3 2,9 11,8 8,1
Júlí 170,4 0,3 2,9 3,0 7,9
Ágúst 171,4 0,6 4,8 3,6 8,5
September 171,7 0,2 4,3 3,6 8,3
Október 172,1 0,2 4,1 3,5 8,0
Nóvember 172,5 0,2 2,6 3,7 7,9
Desember 173,3 0,5 3,8 4,0 7,8
Meðaltal 170,4 9,4
1999
Janúar 180,4 4,1 20,7 12,1 7,4
Febrúar 180,9 0,3 20,9 11,4 7,4
Mars 181,2 0,2 19,5 11,4 7,4
Apríl 181,4 0,1 2,2 11,1 7,2
Skýring: launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.

Breytingar vísitölu neysluverðs 1996–1999.
Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Maí 1988 = 100 Vísitala Breytingar í hverjum mánuði, % Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
1996
Janúar 174,9 0,4 4,9 0,0 2,4 1,6
Febrúar 175,2 0,2 2,1 2,1 2,0 1,7
Mars 175,5 0,2 2,1 3,0 1,6 2,0
Apríl 175,8 0,2 2,1 2,1 1,0 2,3
Maí 176,9 0,6 7,8 3,9 3,0 2,8
Júní 176,7 -0,1 -1,3 2,8 2,9 2,6
Júlí 176,9 0,1 1,4 2,5 2,3 2,4
Ágúst 178,0 0,6 7,7 2,5 3,2 2,6
September 178,4 0,2 2,7 3,9 3,3 2,5
Október 178,5 0,1 0,7 3,7 3,1 2,1
Nóvember 178,6 0,1 0,7 1,4 1,9 2,5
Desember 177,8 -0,4 -5,2 -1,3 1,2 2,1
Meðaltal 177,1 2,3
1997
Janúar 178,4 0,3 4,1 -0,2 1,7 2,0
Febrúar 178,5 0,1 0,7 -0,2 0,6 1,9
Mars 178,4 -0,1 -0,7 1,4 0,0 1,7
Apríl 179,7 0,7 9,1 2,9 1,3 2,2
Maí 179,4 -0,2 -2,0 2,0 0,9 1,4
Júní 179,8 0,2 2,7 3,2 2,3 1,8
Júlí 180,1 0,2 2,0 0,9 1,9 1,8
Ágúst 180,6 0,3 3,4 2,7 2,4 1,5
September 181,3 0,4 4,8 3,4 3,3 1,6
Október 181,9 0,3 4,0 4,1 2,5 1,9
Nóvember 181,7 -0,1 -1,3 2,5 2,6 1,7
Desember 181,4 -0,2 -2,0 0,2 1,8 2,0
Meðaltal 180,3 1,8
1998
Janúar 182,4 0,6 6,8 1,1 2,6 2,2
Febrúar 182,0 -0,2 -2,6 0,7 1,6 2,0
Mars 182,7 0,4 4,7 2,9 1,6 2,4
Apríl 183,1 0,2 2,7 1,5 1,3 1,9
Maí 183,7 0,3 4,0 3,8 2,2 2,4
Júní 184,0 0,2 2,0 2,9 2,9 2,3
Júlí 183,6 -0,2 -2,6 1,1 1,3 1,9
Ágúst 182,6 -0,5 -6,3 -2,4 0,7 1,1
September 182,8 0,1 1,3 -2,6 0,1 0,8
Október 183,6 0,4 5,4 0,0 0,5 0,9
Nóvember 184,1 0,3 3,3 3,3 0,4 1,3
Desember 183,7 -0,2 -2,6 2,0 -0,3 1,3
Meðaltal 183,3 1,7
1999
Janúar 184,8 0,6 7,4 2,6 1,3 1,3
Febrúar 184,5 -0,2 -1,9 0,9 2,1 1,4
Mars 185,4 0,5 6,0 3,8 2,9 1,5
Apríl 186,4 0,5 6,7 3,5 3,1 1,8
Maí 187,3 0,5 6,0 6,2 3,5 2,0