Ferill 104. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 108  —  104. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kostun þátta í Ríkisútvarpinu.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hvaða reglur gilda um kostun þátta í Ríkisútvarpinu?
     2.      Hversu lengi hefur það viðgengist að menn geti keypt sig frá óþægilegum spurningum með því að kosta útvarpsþætti, sbr. nýleg ummæli fréttamanns þar að lútandi?
     3.      Hvernig eru hlustendur varaðir við þegar um kostaða þætti er að ræða?