Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 115  —  82. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um auglýsingar og auglýsingagerð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur annast auglýsingar og auglýsingagerð fyrir Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa sl. sjö ár?
     2.      Hefur auglýsingagerðin verið boðin út?
     3.      Hver er kostnaðurinn af þessum auglýsingum, aðgreint eftir árum, hjá hvorum aðila fyrir sig?


    Auglýsingastofan Gott fólk, kt. 450788-1209, Lágmúla 6, 128 Reykjavík, hefur annast auglýsingar og auglýsingagerð fyrir Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa sl. sjö ár.
    Auglýsingar og auglýsingagerð hafa ekki verið boðnar út af hálfu stofnunarinnar.
    Auglýsingakostnaðurinn aðgreinist á eftirfarandi hátt:

Auglýsingagerð Birtingar Samtals
1992 11.167.821 27.399.612 38.567.433
1993 9.971.576 18.517.937 28.489.513
1994 13.375.766 22.195.334 35.571.100
1995 15.903.875 30.546.117 46.449.992
1996 13.208.557 36.063.661 49.272.218
1997 15.289.699 27.671.063 42.960.762
1998 14.426.468 17.066.412 31.492.880
93.343.762 179.460.136 272.803.898

    Undir liðnum auglýsingagerð er allur aðkeyptur kostnaður, svo sem prentun, kvikmyndagerð, ljósmyndun, filmur og allur annar kostnaður frá hendi þriðja aðila. Tölur um auglýsingagerð og birtingar eru með virðisaukaskatti.