Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 156  —  135. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um endurskoðun á fyrirkomulagi fasteignagjalda á landsbyggðinni.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hvernig verður unnið að endurskoðun á fyrirkomulagi fasteignagjalda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á landsbyggðinni þannig að skattstofninn endurspegli betur raunverðmæti fasteigna eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar?
     2.      Hvernig er áformað að bæta sveitarfélögum tekjutapið af breyttri innheimtu fasteignagjalda?
     3.      Hvað má ætla að útgjöld heimila á landsbyggðinni lækki mikið ef fasteignagjöld verða alls staðar sama hlutfall af raunverðmæti fasteignanna?