Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 175  —  154. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um byggingu þjóðarleikvanga.

Frá Páli Magnússyni.



     1.      Hvernig hefur verið farið með tillögur um byggingu þjóðarleikvanga sem komu fram í skýrslu nefndar um eflingu íþróttastarfs í desember 1997?
     2.      Er gert ráð fyrir fjármunum í byggingu þjóðarleikvanga á kjörtímabilinu, sbr. þau orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf verði aukinn á kjörtímabilinu?
     3.      Hafa sveitarfélög kynnt ráðherra hugmyndir að þjóðarleikvöngum á grunni tillagna sem fram komu í fyrrnefndri skýrslu?


Skriflegt svar óskast.























Prentað upp.