Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 206  —  179. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um tannréttingar barna og unglinga og opinberan stuðning við þær.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Hvernig er háttað opinberum stuðningi við börn og unglinga vegna nauðsynlegra tannréttinga og um hve háar fjárhæðir er að ræða? Svarið óskast sundurliðað fyrir síðustu tíu ár.
     2.      Hver er þessi opinberi stuðningur hlutfallslega miðað við áætluð heildarútgjöld?
     3.      Er haft eftirlit með því að aðstandendur leiti lækningar fyrir börn sín þegar þörf krefur og ef svo er hvernig er því háttað?
     4.      Er vitað hvort og þá í hversu miklum mæli fólk sækir ekki þessa læknisþjónustu fyrir börn sín vegna mikils útlagðs kostnaðar umfram opinberan stuðning?