Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 242  —  208. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um verndarsvæði samkvæmt Ramsar-samþykktinni.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Hve mörg svæði hérlendis hafa verið útnefnd verndarsvæði samkvæmt Ramsar-samþykktinni um vernd votlendis, sem samþykkt var á Alþingi 5. maí 1977, og hvenær voru þau útnefnd? Hafa borist rökstuddar ábendingar um að fjölga þeim?
     2.      Hvaða áhrif hefur samþykktin haft á verndun votlendis hér á landi?
     3.      Hvernig er mikilvægi votlendissvæða metið?
     4.      Hvaða áhrif mun það hafa á verndun votlendis á Íslandi að síðastliðið vor var sett fram það markmið að árið 2005 verði Ramsar-svæði orðin tvö þúsund, en þau munu nú vera um eitt þúsund talsins?