Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 252  —  213. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um tekjustofna í stað söfnunarkassa.

Flm.: Ögmundur Jónasson, Gísli S. Einarsson, Hjálmar Árnason,


Pétur H. Blöndal, Sverrir Hermannsson.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem geri tillögur um leiðir til fjáröfl unar fyrir Háskóla Íslands, Rauða krossinn, SÁÁ og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem kom ið geti í stað tekna af rekstri söfnunarkassa.

Greinargerð.


    Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti höfðu rekstraraðilar söfnunarkassa á Ís landi 1.069 millj. kr. í tekjur árið 1998 þegar frá höfðu verið dregnir vinningar og rekstrar kostnaður. Því er ljóst að viðkomandi aðilar eiga mikið undir tekjum af rekstri söfnunarkass anna. Flutningsmenn tillögunnar, að undanskildum Hjálmari Árnasyni, eru jafnframt flutn ingsmenn frumvarpa sem kveða á um bann við rekstri söfnunarkassa. Í greinargerð með þeim kemur fram vilji til að finna fjáröflunarleiðir í stað söfnunarkassa fyrir þær menningar- og þjóðþrifastofnanir sem háðar eru tekjum af kössunum. Því er þessi tillaga flutt nú.