Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 272  —  227. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. gr.

    B-liður 47. gr. laganna hljóðar svo: Að fyrir liggi samþykki barna jarðeiganda, 18 ára og eldri, um að jörðin sé gerð að ættaróðali.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með setningu lögræðislaga, nr. 71 28. maí 1997, sem tóku gildi 1. janúar 1998 var sjálf ræðisaldur hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Lagaskoðunarnefnd hefur farið yfir ákvæði sem þarfnast breytinga eftir lögtöku lögræðislaganna til að samræmis sé gætt og eru jarðalögin ein af þeim.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum.

    Frumvarp þetta er endurskoðun á jarðalögum, nr. 65/1976, og er lagt fram í þeim tilgangi að hækka aldurstakmarkanir barna jarðeigenda til samræmis við breytingar á lögræðislögum. Ekki verður séð að frumvarpið hafi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.