Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 332  —  262. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um undanþágur til að gegna stöðum yfirmanna á íslenskum fiskiskipum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hvaða undanþágur hafa verið veittar af ráðuneytinu til þess að gegna eftirtöldum stöðum á íslenskum fiskiskipum frá 1. nóvember 1997 til 1. nóvember 1999,
     a.      stöðu skipstjóra,
     b.      stöðu stýrimanna,
     c.      stöðu fyrsta vélstjóra,
     d.      stöðu annars vélstjóra?
    Er um aðrar undanþágur að ræða? Ef svo er, hverjar?
    Óskað er eftir að nafn skips sem tengist undanþáguveitingu ásamt stærð þess og heimahöfn komi fram.


Skriflegt svar óskast.