Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 375  —  274. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra, greiðist árið 2000 af ráðstöfunarfé sjóðsins kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í samræmi við skerðingarákvæði með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2000 er hér lagt til að á því ári verði kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar greiddur af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Er þetta sama fyrirkomulag og gilt hefur undanfarin ár.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992,
um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

    Í frumvarpinu er lagt til að þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra, greiðist árið 2000 af ráðstöfunarfé sjóðsins kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr. Er þetta sama fyrirkomulag og gilt hefur undanfarin ár. Ekki verður séð að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.