Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 471  —  289. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 103/1996, um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. gr.

    Síðari málsliður 2. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Greiða skal 0,5% stimpilgjald af fjárhæð hlutabréfa sem gefin hafa verið út í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf. Um gjaldið fer að öðru leyti eftir því sem mælt er fyrir um í lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum. Ekki skal greiða stimpilgjaldsálag vegna þeirra hlutabréfa sem þegar hafa verið gefin út í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf., enda verði gjaldið greitt innan tveggja mánaða frá gildistöku laga þessara.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að afnumin verði undanþága frá greiðslu stimpilgjalds af útgefnum hlutabréfum í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf. Þessi tilhögun er eðlileg í ljósi þess að starfsemi þessara félaga er nú að hluta eða öllu leyti á samkeppnismarkaði.
Hlutafé í Landssímanum hf. er 7.059 millj. kr. en 1.447 millj. kr. í Íslandspósti hf. Stimpilgjald af hlutabréfum í félögunum yrði því samtals um 42,5 millj. kr. eða 35,3 millj. kr. vegna Landssímans hf. og 7,2 millj. kr. vegna Íslandspósts hf.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 103/1996,
um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar.

    Tilgangur frumvarpsins er að setja á 0,5% stimpilgjald af fjárhæð hlutabréfa sem hafa verið gefin út í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf. Um gjaldið fer að öðru leyti eftir því sem mælt er fyrir um í lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.
    Markmið frumvarpsins er að afnema ákvæði um undanþágu frá greiðslu stimpilgjalds af útgefnum hlutabréfum í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf. Þessi tillhögun er eðlileg í ljósi þess að starfsemi þessara félaga er nú að hluta eða öllu leyti á samkeppnismarkaði. Hlutafé í Landssímanum hf. er 7.059 m.kr. en 1.447 m.kr. í Íslandspósti hf. Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi af hlutabréfum í félögunum yrðu samtals um 42,5 m.kr, eða 35,3 m.kr. frá Landssíma hf. og 7,2 m.kr. frá Íslandspósti hf.