Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 581  —  330. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um notkun tækjabúnaðar til að minnka koltvísýringsmengun frá skipum og ökutækjum.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hefur á vegum ráðherra verið athugaður tækjabúnaður frá fyrirtækinu Comtec og árangur tilrauna með notkun Comtec-búnaðar samhliða hvarfakút til að minnka koltvísýringsmengun af dísil- og bensínvélum í skipum og ökutækjum og ef ekki, hvers vegna ekki?
     2.      Hefur ráðherra kannað þann möguleika að styðja fyrirtæki sem vilja nota tækni til að minnka mengun, t.d. með lánum með lágum vöxtum eða skattaaðgerðum, eða telur ráðherra slíkan stuðning koma til greina?