Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 595  —  342. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um skýrslu um aðgerðir NATO í Júgóslavíu 1999.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



    Hver er afstaða ráðherra til áskorunar mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á NATO og aðildarríki bandalagsins þar sem m.a. er farið fram á að:
     a.      sett verði á fót óháð og alþjóðleg rannsóknanefnd til að rannsaka þau tilfelli þar sem loftárásir NATO hafi brotið í bága við alþjóðlegan mannúðarrétt,
     b.      gerð verði óhlutdræg og sjálfstæð rannsókn á afleiðingum loftárásanna í níu tilvikum þar sem samtökin telja að um ólögmætar aðgerðir hafi verið að ræða,
     c.      gerð verði úttekt á því hvernig sálfræðilegur hernaður („pshychological warfare strategy“), sem felst í að áreita óbreytta borgara með loftárásum, fari saman við alþjóðlegan mannúðarrétt,
     d.      upplýst verði um öll þau tilvik þar sem óbreyttir borgarar féllu af völdum loftárása NATO,
     e.      aflétt verði leynd af öllum skýrslum sem gætu upplýst hvers konar vopn voru notuð í hverri árás um sig?