Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 609  —  356. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um olíuleit við Ísland.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hve miklu fé hefur verið varið til rannsókna sem gerð var tillaga um í skýrslu starfshóps iðnaðarráðuneytisins um olíuleit frá 15. júní 1998?
     2.      Að hvaða tillögum starfshópsins hefur verið unnið?
     3.      Hvernig verður unnið áfram að tillögum starfshópsins um leit að olíu?
     4.      Eru hafnar viðræður í framhaldi af erindum tveggja erlendra olíufélaga til stjórnvalda um áhuga þeirra á olíuleit innan íslenskrar lögsögu, sbr. orð þáverandi iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu 31. október 1998? Ef svo er, hver er staða þeirra mála?
     5.      Hafa fleiri aðilar sýnt olíuleit áhuga?