Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 625  —  369. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattlagningu á umferð.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Er unnið að því á vegum fjármálaráðuneytisins að endurskoða skattlagningu á umferð, t.d. tolla, bifreiðagjöld, vörugjöld, bensíngjald eða þungaskatt, og aðra skattheimtu á þessu sviði, með tilliti til umhverfissjónarmiða?
     2.      Hefur ráðuneytið kannað möguleika á því að sameina gjaldtöku fyrir skyldutryggingu ökutækja innheimtu á bensíngjaldi og þungaskatti?