Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 632  —  376. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um aðstöðu til að sækja framhaldsskólanám .

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Í hvaða byggðarlögum háttar þannig til að fólk á aldrinum 16–20 ára á þess ekki kost að sækja framhaldsskóla daglega heiman frá sér?
     2.      Hve margir á þessum aldri eru búsettir í þessum byggðarlögum?
     3.      Hver er áætlaður árlegur kostnaður fyrir nemanda við framhaldsskólanám fjarri heimabyggð, svo sem við húsnæði, fæði, ferðalög, námsgögn, skólagjöld og önnur útgjöld sem námsdvölin hefur í för með sér?


Skriflegt svar óskast.
























Prentað upp.