Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 662  —  404. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða ákvarðanir voru teknar um laun og önnur kjör, þ.m.t. lífeyrisréttindi, stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins meðan bankinn var í meirihlutaeign ríkisins?
     2.      Hverjar voru heildarlaunagreiðslur til stjórnar annars vegar og stjórnenda hins vegar 1997–99, sundurliðað eftir árum og tegundum greiðslna, sem og fjölda stjórnenda?
     3.      Átti ráðherra eða fulltrúar hans í stjórn bankans einhvern þátt í ákvörðun um afkomutengdan kaupauka til starfsmanna?
     4.      Hvaða ákvarðanir voru teknar um arðgreiðslur meðan bankinn var í meirihlutaeign ríkisins?
     5.      Hver er skoðun ráðherra á launakjörum stjórnenda bankans og fyrirkomulagi á afkomutengdum kaupauka?