Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 667  —  409. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um úrbætur á húsnæði og aðstöðu öldrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hafa farið fram endurbætur á húsnæði og aðstöðu sjúklinga og starfsfólks öldrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi í samræmi við niðurstöður í skýrslum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vinnueftirliti ríkisins og byggingarfulltrúa Selfoss sem birtar voru í árslok 1997?
     2.      Ef svo er ekki, hafa verið greiddar dagsektir vegna málsins, en frestur til að bæta úr þeim atriðum sem getið var um í skýrslunum rann út 1. júní 1998?