Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 705  —  435. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhaldsvistun barna.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hefur verið gerður samningur milli Fangelsismálastofnunar og Barnaverndarstofu um vistun barna 18 ára og yngri sem úrskurðuð hafa verið í gæsluvarðhald eins og bent er á í skýrslu nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði um málefni ungra afbrotamanna? Ef svo er, hvað felst í þeim samningi? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að slíkur samningur verði gerður?