Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 706  —  436. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um málefni ungra afbrotamanna.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hefur ráðherra, í samræmi við niðurstöður nefndar um málefni ungra afbrotamanna, beitt sér fyrir því að settar verði samræmdar leiðbeinandi reglur fyrir barnaverndar- og félagsmálanefndir sveitarfélaga hvað varðar fyrstu aðgerðir þegar barn gerist brotlegt við lög? Ef svo er, hver eru meginatriði þeirra reglna? Ef ekki, hver er ástæða þess að ekki er farið að tillögum nefndarinnar?




























Prentað upp.