Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 712  —  442. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um sölu og eftirlit með skoteldum.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvernig er eftirliti með sölu, gæðum, öryggi og meðferð skotelda háttað hér á landi? Hvernig fer prófun skotelda fram?
     2.      Hvernig er eftirliti með merkingum og leiðbeiningum á skoteldum háttað?
     3.      Hvaða reglur gilda um efnisinnihald, púðurmagn, samsetningu, stærð, þyngd og hávaðamörk skotelda sem hafa má í sölu til almennings eða til notkunar við sýningar hér á landi? Hvaða kröfur aðrar þurfa skoteldar að uppfylla til að leyfi fáist til að selja þá?
     4.      Hverjir höfðu leyfi til að selja skotelda í smásölu hér á landi fyrir síðustu áramót, skipt eftir verslunum, félagasamtökum, einstaklingum og öðrum?
     5.      Hvaða kröfur eru gerðar til söluaðila um merkingar, leiðbeiningar og annan öryggisbúnað vegna skotelda?


Skriflegt svar óskast.