Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 723  —  239. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ábúðarlögum, nr. 64/1976, með síðari breytingum.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Við 1. gr. Á eftir orðinu „jörðum“ í 1. mgr. komi: og ekki liggur fyrir samkomulag milli aðila um úttektir og mat á eignum.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Landbúnaðarráðherra skipar sex úttektarmenn samkvæmt tilnefningu frá Bændasamtökum Íslands sem tilnefna þrjá og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem tilnefna aðra þrjá. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
                  Tveir úttektarmenn skulu skipaðir fyrir hvert eftirgreindra landsvæða, til fjögurra ára í senn:
                    Norðvesturland: Hvalfjörður að norðan, norður og austur um, að Siglufirði.
                    Norðausturland: Frá Siglufirði til Hornafjarðar.
                    Suðurland: Frá Hornafirði til Hvalfjarðar.
                  Úttektarmenn hvers landsvæðis skulu búsettir sem næst miðsvæðis á því landsvæði sem þeir eiga að þjóna. Þeir skulu hafa stundað búskap eða þekkja til landbúnaðarstarfa og hafa unnið við viðhald eða byggingu fasteigna.
     3.      Við 7. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Til yfirmats skal skipa einn löglærðan mann samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og varamann hans. Komi til yfirmats vegna ágreinings um jarðarmat í einu umdæmanna þriggja kallar lögskipaður yfirmatsmaður sér til aðstoðar einn úttektarmann úr hvoru hinna umdæmanna eða varamenn þeirra.