Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 754  —  474. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um komu útlendinga til Íslands.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hve margir útlendingar hafa gefið sig fram árlega við Útlendingaeftirlitið og sótt um hæli af pólitískum ástæðum eða af mannúðarástæðum síðustu fimm ár? Hvaða afgreiðslu hafa mál þeirra fengið? Svar óskast sundurliðað eftir árum og heimalöndum viðkomandi.
     2.      Hve mörgum útlendingum hefur Útlendingaeftirlitið árlega snúið til baka við komu til landsins síðustu fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum og heimalöndum viðkomandi.
     3.      Eru þess dæmi að erlendum einstaklingum sem komið hafa löglega til landsins hafi verið vísað úr landi og bannað að koma aftur til Íslands eða til annarra Norðurlanda fyrir fullt og allt?


Skriflegt svar óskast.