Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 787  —  236. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 6. gr. Í stað orðanna „hefur verið dæmdur“ í 1. tölul. b-liðar 1. mgr. komi: hann hefur verið dæmdur.
     2.      Við 10. gr. C-liður 1. mgr. falli brott.
     3.      Við 12. gr. Í stað orðanna „Hver sem í starfi sínu“ komi: Hverjum sem í starfi sínu.
     4.      Við 16. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Bótakrafa fyrnist á tveimur árum frá því að tjónþoli fékk vitneskju um skráningu í upplýsingakerfið.
     5.      Við 19. gr. B-liður orðist svo: hæfis- og öryggiskröfur sem starfsmenn lögreglu eða Útlendingaeftirlits verða að fullnægja til að starfa við upplýsingakerfið, sbr. 2. mgr. 10. gr.
     6.      Við 20. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.