Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 871  —  569. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. gr.

    E-liður 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Undanþegin ákvæðum c-liðar eru skip sem ekki eru notuð í atvinnuskyni. Samgönguráðherra er heimilt að ákveða að skip sem stunda veiðar nálægt landi verði undanþegin ákvæðum c-liðar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2000.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi sem varð að lögum nr. 39/1999, um breytingu á lögum um tilkynningar skyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum, voru gerðar breytingar á lögunum vegna sjálfvirks tilkynningarkerfis sem áformað er að taka í fulla notkun á næstunni.
    Í 1. gr. laganna er kveðið á um hvenær og hve oft skip skuli tilkynna sig í sjálfvirka til kynningarkerfinu til eftirlitsmiðstöðvar og ræðst það af stærð skipsins og farsviði. Meginregl an er sú að öll skip skulu tilkynna brottför og komu í höfn. Að öðru leyti gilda eftirfarandi reglur:
     a.      Skip sem eru 24 metrar að lengd eða lengri skulu tilkynna sig á tólf klukkustunda fresti.
     b.      Skip sem eru styttri en 24 metrar og er heimilt að sigla utan þjónustusvæðis sjálfvirkrar tilkynningarkerfis á metrabylgju skulu tilkynna sig á einnar klukkustundar fresti.
     c.      Skip sem eru styttri en 24 metrar og sigla á þjónustusvæði sjálfvirks tilkynningarkerfis á metrabylgju skulu tilkynna sig á fimmtán mínútna fresti.
     d.      Farþegaskip sem notuð eru í atvinnuskyni skulu tilkynna sig á fimmtán mínútna fresti.
    Í e-lið 2. mgr. 1. gr. laganna er kveðið á um að skipum sem stunda takmarkaða sjósókn eða hafa aðeins sumarhaffæri sé heimilt að tilkynna sig með öðrum leiðum eftir því sem nán ar verði ákveðið í reglugerð. Miðað hefur verið við að þessum skipum verði eftir sem áður skylt að tilkynna sig í handvirka kerfinu meðan það er rekið samhliða því sjálfvirka. Áætlað hefur verið að um 150 skip falli undir ákvæði e-liðar. Taka þarf afstöðu til þess hvernig þessi skip eiga að tilkynna sig þegar handvirka kerfið verður lagt niður.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að e-lið 2. mgr. 1. gr. verði breytt á þann veg að bátum sem ekki eru notaðir í atvinnuskyni verði ekki skylt að tilkynna sig í gegnum sjálfvirka til kynningarkerfið, en það eru fyrst og fremst skemmtibátar.
    Jafnframt er lagt til að samgönguráðherra verði heimilt að ákveða að skip sem stunda veið ar nálægt landi verði undanþegin ákvæðum c-liðar. Með þessu er miðað við að ráðherra geti ákveðið að undanþágan nái einnig til báta sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni og stunda aðeins veiðar innan 1,5 sjómílna frá landi, en aðstæður um borð í þessum bátum eru þannig að ekki er unnt að hafa þar nauðsynlegan búnað til sjálfvirkrar tilkynningarskyldu. Áætlað er þessir bátar séu um 20–30 og munu þeir væntanlega hverfa úr rekstri innan nokkurra ára.
    Ástæður þessara breytinga sem felast í því að gerð er krafa um að fleiri skip skuli búin búnaði til sjálfvirkrar tilkynningarskyldu byggjast einkum á eftirfarandi:
     a.      Markmið sjálfvirkrar tilkynningarskyldu er að skip og bátar tilkynni sig örar en verið hefur eða a.m.k. á klukkustundar fresti og allt niður í 15 mínútur fyrir skip styttri en 24 metrar. Verði tíðni tilkynninga fyrir báta með takmarkaða sjósókn eða sumarhaffæri önnur og lægri er verið að draga úr því öryggi sem sjálfvirk tilkynningarskylda á að veita bátum af minnstu gerð.
     b.      Eins og reglur eru í dag er bátum sem einungis hafa sumarhaffæri heimilt að vera án gúmmíbjörgunarbáts. Það mælir enn frekar með því að þessir bátar tilkynni sig reglulega gegnum sjálfvirka tilkynningarskyldu.
     c.      Bent hefur verið á að bátar með takmarkaða sjósókn og sumarhaffæri geti notað svokallaðan símakrók. Ef sú leið yrði valin yrði að gera kröfu um að bátarnir yrðu útbúnir NMT-farsímum til að sinna tilkynningarskyldunni sem yrði þá í öllum tilvikum hand virk.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um
tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum.

    Í frumvarpinu er lagt til að skip sem stunda takmarkaða sjósókn eða hafa aðeins sumarhaffæri verði ekki undanskilin frá ákvæðum um sjálfvirka tilkynningarskyldu. Samkvæmt samkomulagi um framkvæmd sjálfvirkrar tilkynningarskyldu sem undirritað var 5. mars 1998 er miðað við að 40.000 kr. styrkur verði veittur úr ríkissjóði til skipa sem þurfa að kaupa búnað til VHF-fjarskipta vegna sjálfvirka tilkynningarskyldukerfisins. Samkvæmt upplýsing um frá samgönguráðuneytinu má ætla að fjöldi skipa sem þetta á við um sé um 150.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna þess verði 6 m.kr. í eitt ár og falli niður eftir það.