Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 901  —  239. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ábúðarlögum, nr. 64/1976, með síðari breytingum.

Frá minni hluta landbúnaðarnefndar (ÞBack).



     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  39. gr. laganna hljóðar svo:
                  Sýslumenn skulu hver í sínu umdæmi skipa þrjá úttektarmenn til fjögurra ára í senn til að framkvæma úttektir á jörðum og mat á eignum og endurbótum fráfarandi ábúanda við ábúðarlok. Skal einn tilnefndur af viðkomandi búnaðarsambandi, einn tilnefndur af samtökum sveitarfélaga í viðkomandi umdæmi og skal hann vera sérfróður um byggingar og einn án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
     2.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  43. gr. laganna hljóðar svo:
                  Úttektarmenn fá þóknun fyrir starf sitt, sem hér segir:
                  1.      Fyrir úttekt á jörð skal greiðslan miðast við dagkaup, eins og það er reiknað í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða hverju sinni. Kostnaður þessi greiðist að jöfnu af fráfaranda og viðtakanda.
                  2.      Fyrir aðrar virðingar- og skoðunargerðir ákveðst greiðslan á sama hátt, og ber þeim að greiða, sem krafist hefur virðingar- eða skoðunargerðar. Þó kosta landsdrottinn og leiguliði skoðun og virðing, sem gerð er skv. 16. gr., að hálfu hvor.
     3.      Við 7. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Landeigandi og fráfarandi ábúandi geta krafist yfirmats á eignum fráfarandi ábúanda samkvæmt lögum þessum innan fjögurra vikna frá dagsetning úttektar skv. 42. gr.