Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 978  —  473. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um endurgjald fyrir útvarpsleyfi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver tekur ákvörðun um endurgjald fyrir útvarpsleyfi?
     2.      Hvaða munur er á gjaldi þeirra útvarpsstöðva sem útvarpa til landsins alls, svæðisbundinna stöðva og tímabundinna stöðva og hvað er lagt til grundvallar þegar árgjald stöðv anna er reiknað?

    Í 32.–34. tölul. 11. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, er ákveðið hvað skuli greiða fyrir útgáfu leyfa fyrir atvinnustarfsemi og tengda starfsemi sem hér segir:
     32.      Leyfi til sjónvarps
                  a.      til þriggja ára          96.000 kr.
                  b.      til fimm ára          160.000 kr.
                  c.      til sjö ára          224.000 kr.
     33.      Leyfi til hljóðvarps
                  a.      til allt að tveggja mánaða          3.000 kr.
                  b.      til eins árs          22.000 kr.
                  c.      til tveggja ára          44.000 kr.
                  d.      til þriggja ára          66.000 kr.
                  e.      til fimm ára          110.000 kr.
     34.      Leyfi til útvarps á afmörkuðum svæðum, sem útvarpsréttarnefnd telur ná til innan við 10 þúsund íbúa: 50% af þeim fjárhæðum sem greinir í 32. tölul. og b–e-liðum 33. tölul.