Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1025  —  620. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um starfsstöð bandarísku innflytjendastofnunarinnar hér á landi.

Frá Láru Margréti Ragnarsdóttur og Árna R. Árnasyni.



    Hefur ráðherra fyrirætlanir um að leita eftir samningaviðræðum við Bandaríkin um að í Leifsstöð verði starfsstöð frá bandarísku innflytjendastofnuninni? Ef svo er, hverjar eru þær fyrirætlanir og hvenær væntir ráðherra að af samningaviðræðunum geti orðið? Ef svo er ekki, mun ráðherra taka málið til athugunar?