Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1131  —  633. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um vinnureglur Tryggingastofnunar ríkisins um sérútbúnað og breytingar á bifreiðum fyrir fatlaða.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir endurskoðun á vinnureglum Tryggingastofnunar ríkisins við mat á þörf fyrir sérútbúnað eða breytingar á bifreiðum fatlaðra?
     2.      Hvenær voru reglur um greiðslu kostnaðar í þessu sambandi síðast endurskoðaðar og upphæðum breytt?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að sérstök nefnd eða óháður aðili meti þörf fyrir sérútbúnað eða breytingar í einstökum tilvikum og fylgist með tæknilegum lausnum og hvernig þær nýtast?