Ferill 272. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1137  —  272. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Félagsmálaráðherra fer með framkvæmd laga þessara nema annars sé sérstaklega getið. Jafnréttisstofa er sérstök stofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Hún annast stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Ráðherra ákveður aðsetur Jafnréttisstofu.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Skrifstofa jafnréttismála“ í fyrirsögn greinarinnar og sömu orða hvarvetna í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarföllum): Jafnréttisstofa.
                  b.      Orðin „í umboði félagsmálaráðherra“ í 3. mgr. falli brott.
                  c.      Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                       Þegar sérstaklega stendur á og ætla má að úrskurður dómstóla geti haft víðtæk áhrif í átt til jafnréttis eða hagsmunir kæranda eru metnir þess eðlis að mikilvægt þykir að fá úrlausn dómstóla getur Jafnréttisstofa höfðað mál til viðurkenningar á rétti kæranda á grundvelli álitsgerða kærunefndar jafnréttismála skv. 4. gr. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um skilyrði fyrir málshöfðunarheimild Jafnréttisstofu.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „launþega“ í 3. mgr. komi: launafólks.
                  b.      5. mgr. falli brott.
     4.      Við 6. gr. Orðin „nema hún telji slíkt óþarft eða ónauðsynlegt“ í lok 2. mgr. falli brott.
     5.      Við 7. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Eftir hverjar alþingiskosningar skipar félagsmálaráðherra níu manna Jafnréttisráð. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, einn nefndarmann tilnefndan af Alþýðusambandi Íslands, einn tilnefndan af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, einn tilnefndan af fjármálaráðuneyti, einn tilnefndan af Háskóla Íslands, einn tilnefndan af Kvenfélagasambandi Íslands, einn tilnefndan af Kvenréttindafélagi Íslands, einn tilnefndan af Samtökum atvinnulífsins og einn tilnefndan af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Ráðið skal gera tillögur til félagsmálaráðherra um aðgerðir á þessu sviði.
                  b.      Við 2. mgr. bætist: og getur jafnframt gert tillögur um úrbætur í jafnréttismálum á öðrum sviðum samfélagsins.


Prentað upp.


     7.      Við 10. gr. Við greinina bætist nýr málsliður sem orðist svo: Skulu nefndirnar hafa umsagnarrétt um eða umsjón með gerð jafnréttisáætlana sveitarstjórna til fjögurra ára sem lagðar skulu fram eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
     8.      Við 11. gr. Við greinina bætist: og þeirra stofnana sem undir ráðuneytið heyra. Jafnréttisfulltrúi skal árlega senda Jafnréttisstofu greinargerð um jafnréttisstarf þess ráðuneytis sem hann starfar fyrir.
     9.      Við 16. gr. Við greinina bætist: (force majeure).
     10.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðsins „skólastjórnendur“ í 1. mgr. komi: yfirmenn stofnana og félagsstarfs.
                  b.      Á eftir orðinu „vinnustað“ í 1. mgr. komi: í stofnun, félagsstarfi.
                  c.      Orðin „eða skólastjórnandi“ í 4. mgr. falli brott.
     11.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðanna „kennslutæki og kennslubækur“ í 3. mgr. komi: kennslu- og námsgögn.
                  b.      5. mgr. orðist svo:
                       Menntamálaráðuneytið skal fylgjast með þróun jafnréttismála í skóla- og uppeldisstarfi og að jafnréttis kynja sé gætt í íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig skal ráðuneytið fylgjast með rannsóknum á sviði jafnréttismála, sbr. 4. mgr.
     12.      Við 26. gr. Í stað orðanna „Skólastjórnandi skal gæta þess að nemandi“ í 2. mgr. komi: Yfirmaður stofnunar skal gæta þess að nemandi eða skjólstæðingur.
     13.      Við 29. gr. Greinin orðist svo:
                  Brot gegn lögum þessum geta varðað sektum sem renna í ríkissjóð.
     14.      Á undan 30. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Félagsmálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
     15.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                       Við gildistöku laga þessara fellur niður umboð núverandi Jafnréttisráðs og skal skipa nýtt Jafnréttisráð sem starfar fram að næstu alþingiskosningum.
                  b.      Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                       Núverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs skal gegna starfinu þar til félagsmálaráðherra hefur skipað framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu skv. 1. mgr. 3. gr.