Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1158  —  524. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73 18. maí 1990.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Orðin „vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og“ falli brott.
     2.      Við 3. gr. 2. málsl. efnismálsgreinar orðist svo: Tekjum af leyfum skal að jafnaði varið til hafsbotns- og landgrunnsrannsókna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.
     3.      Við bætist ný grein er verði 4. gr., svohljóðandi:
             Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
             Við veitingu leyfa samkvæmt lögum þessum skal gætt ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum.
     4.      Við 4. gr. (er verði 5. gr.). Í stað orðanna „þau atriði sem umsækjandi skal tiltaka í umsókn um vinnsluleyfi“ í 2. efnismgr. komi: í umsókn um vinnsluleyfi.
     5.      Við 5. gr. (er verði 6. gr.). Í stað orðanna „skulu halda þeim leyfum í tvö ár“ í efnismálsgrein komi: skulu halda þeim í fimm ár.