Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1391  —  189. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni og Kristjáni Pálssyni.



     1.      Við 10. gr. Í stað orðanna „75 brúttótonn“ í 2. mgr. komi: 50 brúttótonn.
     2.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
             Greiða skal fyrir viðurkenningu erlendra skírteina, veitingu undanþágna og útgáfu öryggismönnunarskírteina samkvæmt lögum þessum og skulu þau gjöld standa undir kostnaði við afgreiðslu þeirra.
     3.      Við 16. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við undirbúning reglugerða skal ráðherra hafa samráð við fulltrúa fagskóla og samtök skipstjórnarmanna og vélstjóra.
     4.      Við 17. gr. Við bætist nýr málsliður er verði 4. málsl., svohljóðandi: Ákvæði 9. gr. um undanþágur öðlast gildi 1. júlí 2001.

























Prentað upp.